Wednesday, 19 April 2017

Biocrystal rugl

Vísindamaðurinn fékk ábendingu um eitthvað sem kallast Biocrystal. En hvað er Biocrystal og afhverju er það rugl?

Af heimasíðu Biocrystal má sjá þennan texta um vöruna:

Vörur frá BioCrystal innihalda 16 tegundir kristala og steinefna sem koma saman í sérstökum hlutföllum og magni til að bæta orku og almennt líkamsá5stand fólks. Góðmálmarnir, gull og silfur eru einnig í blöndunni til að endurhlaða orku kristalana.

Enn erum við engu nær hvað Biocrystal er. Eftir smá eftirgrennslu virðist sem að þessi Biocrystal blanda sé stráð á yfirdýnur eða sleeppads sem eiga svo að veita "hágæða svefn". Þessar kristal bættu yfirdýnur eru svo seldar á litlar 65 - 189 þúsund eftir stærð og gerð. Kannski vert að benda á, til samanburðar, að ódýrasta yfirdýnan hjá Rúmfata lagernum er á 2.195 kr.

Þessi yfirdýna kostar litlar 189 þúsund kr!  

En hvernig eiga þessi kristal og steinefna blanda að hjálpa við svefn? Jú þessi blanda er auðvitað "fyrsta snjalla kristals uppbyggingin í heiminum", en ekki hvað. En þarf ekki að tengja kristallanna við þráðlaust net til að virkja þá? (þetta er kaldhæðni, snallkristallar eru eitt mesta rugl sem sést hefur). 

Hérna eru nokkur atriði sem er að finna á heimasíðu og facebook síðu vörunnar og smá gagnrýni á þau: 

ActiPro heldur rúminu lausu við óæskilegar örverur.
Það er nú gott. En það væri gaman að fá að vita hvernig dýnan þekkir muninn á óæskilegum örverum og góðum. Aaaaaaa... Jú kristallanir eru auðvitða snjallir, það segir sig sjálft.

...virkni BioCrystal‘s og jákvæð áhrif þess á lífverur.
En hafa kristallanir þá ekki jákvæð áhrif á allar lífverur? td. E. coli/saurgeril. Kristallanir hafa samt varla áhrif á vondar lífverur eða hvað? Samkvæmt heimsíðunni eiga þeir að virka á menn, dýr og plöntur. Þá hljóta þeir að virka á bakteríur er það ekki? 

Heldur rúminu hreinu.
 Jú jú snjöllu kristallanir henda frá sér öllum óhreinindum og vondum bakteríum eða eitthvað.

Kemur jafnvægi á orku líkamans.
Þarna kom hún. Gull setningin sem allir sölumenn kjaftæðis koma með. Að koma á jafnvægi á orku/orkufæði/orkubrautir líkamans er klassíkt bull sem er alltaf notað í óhefðbundnum aðferðum.

Ýmsar prófanir á BioCrystal vörunum sem hafa verið framkvæmdar af Evróskum stofnunum.
Nú það væri nú gaman að lesa skýrslur af þessum prófunum og rannsóknum sem þessi stofnun framkvæmdi. En þessi stofnun er heitir Bion Institute og er "close to complementary (traditional or alternative) medicine". Þannig að þessi stofnun sem framkvæmdi þessar mælingar er nú varla marktæk. 

Þetta er dæmi um niðurstöður úr þessari "rannsókn" sem gerð var. Stóra spurningin er reyndar hvernig "Precentage of improvment" sé mælt.
Lokaorð.
Það var pínu erfitt að gagnrýna þetta af viti þar sem þessi vara er svo mikið kjaftæði og rugl. Einnig eru afar litlar upplýsingar um um vöruna sem er mjög algegnt í þessum svik og prett bransa. Þessar yfirdýnur, þó að þær séu mögulega með einhverjar kristala eða steinefna agnir í sér, eru ekkert nema fáranlega dýrar yfirdýnur. Reyndar segir hvergi hversu mikið er af þessari blöndu í dýnunum, mögulega er þetta í hómópatísku magni (sem sé ekkert). Kristallar hafa ekki áhrif á okkur og eru í mesta lagi fallegt skraut og ekki til þess fallnir að sofa á þeim. 

Kannski er best að enda þetta á hvernig þessi kristal blanda á að virka á lífverur? Á erlendri heimasíðu vörunnar er hægt að finna þennan texta hér að neðan sem er alveg týpískt samansafn af flottum orðum sem þíða í raun ekkert og eru í raun ekkert nema nautgripa saur (bullshitt): 

"Like all things around us, every cell of the human body has its own natural vibration. Vibrations are a natural feature which causes cells to perform one of its basic life functions - the metabolic function. With the proper metabolic functions, cells maintain their vital functions and enable smooth functioning of the organs. Any change or delay in the vibration leads to a disturbances in metabolism, and interferes with the normal functioning of cells, and thus the functioning of the organs.
Changing the rhythm of vibration can slow down or even prevent the normal functioning of cells, so it can disrupt the smooth flow of energy which can weaken the organism’s general condition, and thus creating the potential center for disease formation. Crystals provide faster and better metabolism with their ability to detect, monitor and influence the vibrations inside the cells of a body, regulating their proper frequency, thus removing, in a completely natural way all harmful substances from each cell, and the whole organism. This way the "purred" body allows faster energy flow, restoring and enhancing overall energy levels at the same time, achieving a higher fettle level." 

Heimildir: 
http://www.biocrystal.is/
http://www.biocrystal.eu/
https://www.facebook.com/Biocrystal.is/
https://www.on-course.eu/providers/bion-institute/