Thursday, 22 September 2016

Lífrænar ranghugmyndir

Algengar ranghugmyndir um lífrænan mat (og ræktun).


Í þessum pistli ætla ég ekki að fara í það hvað lífrænt er en þeir sem vilja fræðast meira um það geta lesið um það hérna. En í þesum pistli ætla ég að fara yfir tvær stærstu rangfærslurnar og ranghugmyndirnar sem heyrast með lífrænan mat.

Er lífrænt ræktaður matur ríkari af næringarefnum?

Það hafa verið gerðar þúsundir rannsókna sem bera saman næringarinnihaldi á lífrænt ræktuðum matvælum við hefðbundið ræktuð matvæli. Hérna á eftir fjalla ég um tvær stórar samanburðarrannsóknir sem ná yfir tugi ára af rannsóknum.

Sú fyrri kom út árið 2009 og í henni var verið að bera saman 137 rannsóknir sem gerðar voru á árunum 1958 til 2008.  Í þessari grein var bæði verið að bera saman ræktaða matvöru (korn og ávextir) og dýraræktun. Niðurstöðurnar voru þær að það er ekki munur á næringargildi lífrænt ræktaðra og hefðbundinna matvara.

On the basis of a systematic review of studies of satisfactory quality, there is no evidence of a difference in nutrient quality between organically and conventionally produced foodstuffs.

Seinni rannsóknin var gerð af Stanford háskólanum og kom út árið 2012. Þessi rannsókn er sú stærsta enn sem komið er á þessu sviði og fóru rannsakendurnir yfir um 50.000 rannsóknir til að meta gæði þeirra. Í lokin enduðu þeir með 237 vísindagreinar. Niðurstaða þessar samanburðarrannsóknar er sá að þegar á heildina sé litið er lífrænn matur ekki næringarríkari eða vítamínríkari heldur en hefðbundinn matur.

"Some believe that organic food is always healthier and more nutritious. We were a little surprised that we didn’t find that,” said Crystal Smith-Spangler, a Stanford Medicine instructor and one of the paper’s authors.

Í stuttu máli þá eru lífrænt ræktaðar matvörur ekki með meira af næringarefnum heldur en matur ræktaður á hefðbundinn máta.

En hvað með varnarefni (pesticide) eins og skordýra-, sveppa og illgresiseitur? Við skulum skoða það betur.


Er notað skordýra- og illgresiseitur í lífrænni matvælaframleiðslu? 

Lífræni iðnaðurinn mælir með að nota sem minnst af varnarefnum (en skildar ekki til þess) en bændur mega nota þau varnarefni sem eru flokkuð sem lífræn eins og þeir vilja. Einnig eru nokkir tugir ekki lífrænna eða synthetic varnarefna leyfð. Einnig er vert að benda á að mörg af þessum lífrænu varnarefnum eru líka notuð í hefðbundunni framleiðslu.

2012 rannsóknin sem minnst er á hérna að ofan sýndi að það er minna magn af varnarefnum í lífrænt ræktuðum matvælum miðað við hefðbundin matvæli. En það skal hafa það í huga að varnarefnin í hefðbundu matvælunum voru samt vel innan öryggisviðmiða. Þessi öryggisviðmið eru 1% af leyfilegum dagskammti.

The researchers found organic food had a 30 percent lower risk of pesticide residues but the residue levels on the conventional foods was well within safety limits.

Þó að það sé minna af eiturefnum í lífrænum matvælum þá skal hafa það í huga að sum af þessum lífrænu eiturefnum eru jafnvel eitraðri heldur en hefðbundna eitrið og því getur minna magn haft sömu eituráhrifin.

Til dæmis er rotenone lífrænt skordýraeitur, það er að finna í rótum og berki í vissum plöntu tegundum, og er það notað í miklum mæli í Bandaríkjunum og leyfilegt í Evrópu. Vandamálið er að rotenone er fimm sinnum hættulegra heldur en hefðbundna (synthetic) útgáfan chlorpyrifos. Einnig hefur verið sýnt framá að rotenone valdi Parkison einkennum í rottum. Rotenone er klárlega dæmi um að lífræna eitrið er ekkert betra.

Í rannsókn á varnarefnum í lífrænum mat í Bandaríkjunum sem var framkvæmd af USDA (US. Department of Agriculture) voru skoðuð 571 sýni og þau mæld fyrir 200 mismunandi varnarefnum. Niðurstöðurnar sýndu að í 43% af sýnunum mældust efni sem eru ekki leyfð í lífrænum iðnaði. Þessi háa tala er líklega vegna þess að það er alltof lélegt eftirlit með bændum í Bandaríkjunum eftir að lífræni stimpillinn hefur verið veittur. Þannig að þeir sem telja að þeir séu að sleppa við hefðbundin eiturefni með því að kaupa lífrænt eru mögulega ekki að því.


Smá pæling í lokin:

Í lífrænum matvælum er minna ef varnarefnum (skordýra-,illgresis og sveppaeitri) heldur en í hefðbundum matvælum. En minna magn segir ekki alla söguna með eituráhrifin. Þó að eitthvað sé náttúrulegt og lífrænt breytir því ekki að eitur verður alltaf eitur. Það er því bæði varnarefni í lífrænum og hefðbundunum matvælum en lang lang oftast vel undir öryggisviðmiðum.

Og ef það eru ekki heldur meiri næring í lífrænum matvælum afhverju eru þau svona miklu dýrari? Svarið er mögulega vegna þess að það er töff að borða lífrænt og fólk er tilbúið að borga hvað sem er til að vera töff.

Bætt við 14. okt 2016:
Hérna er gott myndband frá AsapScience um lífræntræktaðan mat:

Heimildir og ýtarefni: 

1 comment:

 1. Helstu ástæður fyrir því að ég kaupi frekar "lífrænt":

  "Hefðbundinn" landbúnaður þýðir allt of oft verksmiðjubúskap með tilheyrandi mónókúltúr og neikvæðum áhrifum á umhverfið. Lífræn ræktun er smærri í sniðum og þetta er síður vandamál þar.
  Meiri áhersla á velferð dýra í lífrænum landbúnaði.
  Auk þess tíðkast mikil og ógeðfelld vinnuþrælkun í hefðbundinni ávaxta- og grænmetisframleiðslu í mörgum löndum (viðavarandi vandamál á Spáni, þar sem ég þekki til).
  Bændur í hefðbundna kerfinu fá minna fyrir snúð sinn, sér í lagi í fátækari löndum, og sóunin er meiri. Lífrænar vörur eru oft fair-trade, þar sem er allavega reynt að gjalda bændum það sem þeir eiga skilið.

  Þetta eru ástæðurnar fyrir því að ég kaupi frekar lífrænar vörur, því þetta er eina leiðin sem ég hef til þess að berjast gegn þessu kerfi sóunar og ójafnaðar. Kannski gerir ekki mikið, og eflaust eru margir framleiðendur í lífrænum landbúnaði alveg jafnmikil ódó og hinir. En annað hvort þetta eða sitja heima og maula dominospizzuna sína þegjandi og hljóðalaust. (Auk þess finnst mér lífrænt ræktað grænmeti og ávextir betri á bragðið, en það er bara mitt persónulega mat.)

  ReplyDelete