Thursday, 21 April 2016

Basískt kjaftæði

Það er varla þverfóta fyrir sjálfskipuðum næringarþerapistum og öðrum sérfræðingum sem segja að allir verði að fara að laga sýrustigið og fara að borða meira basískt til að laga súrleikann. En útá hvað gengur þessi kenning um basískt mataræði? Og hvaðan kemur þessi kenning? Og er eitthvað vit í þessu?

Hvað er basískt mataræði?
Þessi tegund af mataræði gengur undir ýmsum nöfnum: Alkaline diet, basískt mataræði, pH miracle living eða pH lífstíll. Basískt matarræði gengur útá að pH-ið eða sýrustigið í blóðinu sé of lágt og það sé eitthvað sem þurfi að laga. Það eru tveir skólar hvernig súrleiki líkamans er mældur, annars vegar að skoða blóðið í smásjá eða að mæla pH-ið á þvagi.

Sú aðferð að mæla súrleika blóðs með smásjá er komið frá "Dr." Robert O. Young. En það er tekið blóðsýni og það skoðað undir smásjá og metið fyrir og eftir að einstaklingurinn/sjúklingurinn er búinn að vera á basísku mataræði. Hér og hér er hægt að sjá myndbönd hvernig þessi blóðskoðun fer fram. Þeir sem gera þessi test kalla sig blood microscopist eða blóðgreina og það er allavega einn svoleiðs starfandi á Íslandi sem lærði hjá "Dr." Young. Vandamálið við þessa aðferð að það hún stenst enga skoðun og virðist hún vera bara tilbúningur frá upphafi til enda frá "Dr." Young. Nánar verður fjallað um Young hérna fyrir neðan.

Hin aðferðin er að mæla sýrustig þvags með pH -strimlum. Þeir sem aðhyllast þessari aðferð segja það að sýrustigs þvagsins segi til um sýrustigs blóðsins eða líkamans í heild sinni. Sem er á allan hátt rangt. Sýrustigs þvags segir ekkert til um sýrustigs blóðs. Sýrustigs þvags breytis dag frá degi og er nátengt fæðuni sem þú borðar. Þvagrásar kerfið og blóðið er aðskilið kerfi og ef svo er ekki (ef það er blóð í þvaginu) þá skaltu leita læknis strax! Hægt er að lesa um af hverju þetta stenst engan vegin hérna.Til að laga svo þessar súru aðstæður (það virðast reyndar flestir vera súrir) er mælt með að borða basískan mat. Þeir sem mæla með basísku mataræði flokka fæðutegundir niður eftir hvort þær séu basískar eða súrar. Hvernig hvaða matur er flokkaður í súrt eða basíkst er ekki alveg 100% á hreinu og getur það verið smá breytilegt sjá td. hér eða hér. En í grunninn þá eru súrar fæðutegundir: sumir ávextir, korn, mjólkurafurðir, kjöt, fiskur, áfegni, kaffi og fleira. Basíkar fæðutegundir eru: grænmeti, eplaedik (basísk sýra?), AB-mjólk og sumir ávextir og af einhverri sérstakri ástæðu eru sítrónur basískar (?!?).

Hvað á að gerast ef líkaminn er súr?
Þetta er að finna á síðu Heilsa.is um súrt líkamsástand:
Of súr líkami er alvarlegt mál. Afleiðingarnar eru m.a.: Sveppasýking, kvef, inflúensa, bólgnir eitlar, nætursviti og svefnleysi, bólgur, s.s: vöðvabólga og þursabit, liðagigt, mígreni og margs konar aðrir verkir, bjúgur, fituhnúðar, mjög lágur blóðþrýstingur, hægðatregða og niðurgangur til skiptis. Einfaldlega of hátt sýrustig dregur úr virkni ónæmiskerfisins á allan hátt þeir sem hafa pH gildi líkamans í lagi kenna sér sjaldnast meins. Candida sveppurinn, vírusar, bakteríur og önnur meindýr þrífast til dæmis ekki í líkama með rétt sýrustig.

Samkvæmt þessu má nánast leiða alla sjúkdóma heimsins til þess að líkaminn sé of súr. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að segja að krabbamein séu vegna of lágs sýrustigs. Það merkilega við þetta að það er aldrei talað um hvað gerist ef líkaminn yrði of basískur.


Allur matur sem þú borðar verður súr vegna magasýranna og allt (og þá meina ég allt, bæði basískt og súrt fæði) fer niður í pH-ið 1.5 til 3.5. Eftir að maginn hefur brotið niður matinn þá fer hann áfram niður í garninar þar sem brisið hlutleysir matinn og að lokum verður maturinn örlítið basískur. Þannig að það skiptir engu máli hvað þú borðar líkaminn gerir matinn fyrst súrann og svo basískann og svo kúkarðu því sem þú nýtir ekki.

Annað vandamál við þessi fræði er að það er ekki hægt að breyta pH-inu í blóðinu með matarræði. Reyndar þarf bara ekkert að breyta sýrustigi blóðsins, það er alltaf á milli pH 7.35-7.45, og það er stórhættulegt að reyna að breyta því hið minnsta. Ef pH-ið breytist bara örlítið þá líður yfir þig og ef það fer niður fyrir pH 7 eða uppfyrir 7.8 þá deyrðu. Þannig að allt tal um laga pH-ið með basísku mataræði er kjaftæði.

Hvaðan koma þessi fræði?
Þetta er ekki byggt á aldargamalli hefð eða kínverskum fræðum.Heldur virðist það koma fram í kringum 1990-1997.  En náði svo flugi eftir að bókin The pH Miracle kom út árið 2002 eftir "Dr." Young og konuna hans. En "Dr." Young segir þetta um sjálfan sig á heimasíðunni sinni:

Over the past two and a half decades, Robert O. Young has been widely recognized as one of the top research scientists in the world. Throughout his career, his research has been focused at the cellular level. Having a specialty in cellular nutrition, Dr. Young has devoted his life to researching the true causes of "disease," subsequently developing "The New Biology™" to help people balance their life.

In 1994, Dr. Young discovered the biological transformation of red blood cells into bacteria and bacteria to red blood cells. He has since documented several such transformations.

Young segist einnig geta læknað krabbamein með því að laga sýrustigið í blóðinu. Það þarf ekki að fara yfir það frekar því það er kjaftæði.

Árið 1994 komst Young að þvi að rauðarblóðfumur geti breyst yfir í bakteríur og öfugt. Ef Young hefði fundið eitthvað í líkindu við það sem hann segist hafa fundið þá væri hann líklega kominn með nóbelsverðlaun nú þegar. En það er bara ekki hægt (blóðfrumur breytast ekki í bakteríur) og svona staðhæfing sýnir bullið í kringum þennan mann.

Einnig segist hann vera með gráðu frá Clayton College of Natural Health (CCNH). En síðan quackwatch hefur þetta að segja um háskólann og "Dr."  titilinn:

I [Stephen Barrett] believe that CCNH did have one potentially valuable aspect. Its credentials are a reliable sign of someone not to consult for advice.

Clayton College of Natural Health was a nonaccredited correspondence school that advocated unscientific and quack methods. Its requirements for graduation were minuscule compared to those for accredited colleges and universities that train health professionals. It closed in 2010 after Alabama began requiring accreditation for license renewal. Moreover, no correspondence school can prepare students to give competent health advice to clients because that requires years of clinical experience under expert supervision. Young's connections with Clayton and Bradford reflect extremely poor judgment.

Young hefur aldrei verið með læknaleyfi þó að hann kalli sig Doctor og gangi um í hvítum slopp. Young hefur verið kærður þrisvar sinnum. Fyrst 1996 fyrir að starfa án læknaleyfis, næst 2001 fyrir að segja konu með krabbamein að hætta lyfjameðferð og fara á "Super Greens" efnið hans í staðinn, og núna síðast var hann  handtekinn og ákærður árið 2014 fyrir að starfa án læknaleyfis og síðan dæmdur árið 2016. Young situr í fangelsi í dag og býður enn fleiri ákæranna.

Þetta kom meðal annars fram í réttarhöldunum yfir honum 2014-2016:
Darvas [Deputy District Attorney] argued that Young was diagnosing and treating people at his Valley Center ranch. She also accused him of personally administering IV’s of sodium bicarbonate — baking soda — to at least six terminally ill cancer patients.

Við réttarhöldin hafði saksóknarinn þetta um gráðuna hans Youngs:
Not a medical doctor, Young received doctorate degrees from Clayton College of Natural Health, a non-accredited and now- defunct Alabama correspondence school. He went from a bachelors degree to masters to doctorate in eight months.

Niðurstaða höfundar:
Það er ekki hægt að breyta sýrustigi líkamans né blóðsins með mataræði. Maðurinn (Young) sem gerði þetta frægt situr núna í fangelsi og þær kenningar sem hann heldur fram eru kjaftæði. Þeir sem selja basískar matvörur og halda því fram að þær hafi áhrif á sýrustigs blóðsins eru í versta falli lygarar og í besta falli kjánar. pH/basíkst/Alkalíst fæði er kjaftæði frá A til Ö!

Góð settning til að hafa í huga í lokin:
Taking calcium supplements or drinking alkaline water will not change the pH of your blood. If you hear someone say that your body is too acidic and you should use their product to make it more alkaline, you would be wise not to believe anything else the person tells you.


Heimildir og ýtarefni: 
Acid/alkaline therory of disease is nonsense - quackwatch
Alkaline diet -  skeptic´s dictionary
The "pH Miracle diet" naturopath is guilty,... - Naturopathicdiaries
A Critical look at "Dr." Robert Young´s theories and credentials - Quackwatch
pH miracle living "Dr." Robert O. Young is finally arrested,... - Science-Based Medicine
Your urine is not a window to your body: pH balancing, A failed Hypothesis - Science-Based pharmacy

Sýrustig fæðu og líkama - Upplýst
Þjóðsaga 3 - Súrt mataræði veldur krabbameini - Upplýst
Míkróskópistar og smásjárskoðun á ferskum blóðdropa - Upplýst
Innerlight supergreens - Krafraverkalyf? - Vantrú
Heilsubrunnur - Svanur Sigurbjörnsson

pH lífsstíll
pH miracle living
0 comments:

Post a comment