Sunday, 3 April 2016

Bólusetningar

Bólusetningar voru nýlega í fréttum og þar kom fram að 15,3% verðandi foreldra væru ósammála því að bólusetningar væru nauðsynlegar til að vernda heilsu barna og álíka stór hópur taldi að þær væru ekki öruggar.

Ég ætla að stikkla á stóru um mokkrar spurningar sem koma oft upp í sambandi við bólusetningar.


Hvað er bóluefni?
Bóluefni eru ýmist unnin úr veikluðum veirum, bakteríum eða þau innihalda efni sem finnast í þessum sýklum. Eftir að einstaklingi hefur verið gefið bóluefnið þá bregst líkaminn við þessum aðskotaefnum og setur ónæmiskefið í gang sem myndar mótefni við veikinni sem er verið að bólusetja gegn.
Í bóluefnum eru einnig efni til að varna örveruvexti í því og lengja geymslutímann á þeim. Má lesa nánar um innihaldsefnin hér: Ingredients of Vaccines


Er kvikasilfur í bóluefnum?
Alltof margir foreldrar ákveða að láta ekki bólusetja börnin sín er vegna þess að þau óttast kvikasilfrið sem er í sumum bóluefnum. En kvikasilfur í miklu magni getur meðal annars haft skaðleg áhrif á miðtaugakerfið. Við skulum skoða þetta aðeins nánar.

Thiomersal er eitt þeirra efna sem stundum er notað í bóluefni og þá í rotvarnarskyni en thiomersal innheldur kvikasilfur. En magnið af thiomersal í þeim bóluefnum sem það er notað í er í mjög litlu magni og því í raun skaðlaust.

Af öllum þeim bóluefnum sem hafa verið notuð hér á landi í almennar bólusetnignar hefur einungis eitt af þeim innihaldið thiomersal en það tiltekna bóluefni er ekki lengur í notkun. Enda hefur ekkert bóluefni sem hefur verið notað í almennum bólusetningum á Íslandi innihaldið kvikasilfurssambönd frá 1. janúar 2007.

Þar sem bóluefni sem eru í notkun á Íslandi innihalda ekki kvikasilfur þarf ekki að hræðast það.

Ef fólk vill fræðast enn frekar um thiomersal þá er ýtarefni að finna hér: Thimersosal in vaccines


Veldur NMR bólusetning einhverfu?
Sutta svarið er nei.

Engar rannsóknir hafa sýna fram á tengingu á milli MMR bólusetningar (gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt) og einhverfu.

En hvaðan kemur þá þessi saga um að bóluefni valdi einhverfu?
Þetta er allt hægt að rekja til rannóknar sem var birt árið 1998 sem var framkvæmd af Andrew Wakefield. En þessi rannsókn var svo dregin til baka (ekki lengur birt eða samþykkt af vísindatímaritinu) árið 2010 vegna falsaðra niðurstaðna. Sama ár (2010) var Wakefield sviptur læknaleyfinu vegna misnotkunar á einhverfum börnum, óheiðarleika og sviks við gerð á
rannsóknarinni síðan 1998. En afhverju ætli Wakefield hafi staðið í þessu öllu? Jú hann hann bjó til tengingu á milli NMR bóluefnis og einhverfu og átti á sama tíma einkaleyfi fyrir bóluefni sem átti (að hans sögn) að vera miklu betra.
Þannig að allt tal um tenginu á milli NMR bólusetningar og einhverfu er vegna þess að Wakefield skáldaði niðurstöður og laug sjálfum sér til hagnaðar.

Ef lesandinn góður vill kynna sér þetta nánar þá er hérna gríðarlegt magn upplýsingar og einnig útektir (summary) úr fjölmörgum rannsóknum gerðum á þessu sviði: Vaccines and Autism.


Hvaða afleiðingar hefur minnkandi hlutfall bólusettra?
Ef hutfall bólusettra minnkar of mikið þá hættir að virka svo kallað hjarðónæmi. Hjarðónæmi er það þegar langflestir (95-100%) eru bólusettir og ná þar að leiðandi að verja þá sem geta ekki farið í bólusetningu vegna aldurs eða ofnæmis. Ef hjarðónæmi er til staðar ná sjúkdómar ekki að dreifa sér og mynda farald.

Dæmi um afleiðingar:
Árið 2010 dóu 10 kornabörn (öll yngri en 3 mánaða) úr kíghósta í Kaliforníu. En kíghósti er sjúkdómur sem hægt er að bólusetja fyrir en börn ná ekki fullri bólusetningu fyrr en í kringum 6 mánaða aldur. Þessi ungabörn sem dóu sýktust útfrá óbólusettum einstaklingum og vegna lélegs hjarðónæmnis.

Árið 2014 þá sýktust 383 óbólusettir einstaklingar  í Amish samfélögum af mislingumí Bandaríkjunum og líklega útfrá einum sýktum ferðamanni. En árið 2013 smituðust 187 um öll Bandaríkin.


Hver er þá skaðsemi bóluefna miðað við skaðsemi sjúkdóma?
Til að bera saman alvarlegar afleiðingar bólusetningar við alvarlegar afleiðingar sjúkdóma sem er verið að bóusetja gegn þá mæli ég með að skoða töflu sem er að finna á síðu landlæknis: Alvarlegar aukaverkanir

En sem dæmi þá má nefna að mislingar geta valdið dauða í 1 af 3000 tilfella en NMR bóluefnið gegn þeim getur valdið heilabólgu eða alvarlegum ofnæmisviðbrögðum í 1 af 1.000.000 tilfella. Þessi gríðarlegur munur á líkindum á áhrifum sjúkdómsins annars vegar og bólusetningarinnar hins vegar sýnir mikilvægi og skaðleysi bólusetningar.

Myndi fyrir neðan birtist á Vísi og sýnir dánártíðni nokkrar sjúkdóma sem hægt er að bóluetja fyrir:En hvernig vitum við að bóluefni virka? 
Á heimsvísu hefur dauðsföllum vegna mislinga fækkað um 79% á árunum 2000-2014 vegna bólusetningar átaks og það er talið að á þessum árum hafi bóluefnið bjargað um 17 milljón manns.
En á Íslandi hefur aðeins greinst eitt tilfelli frá 2000-2015.

Grafið hérna að neðan sýnir mjög myndrænt áhrif bólusetningar á mislinga í fylkjum Bandaríkjanna. Ef klikkað er á myndina að neðan þá er farið inná síðu þar sem hægt er að sjá tölur á bakvið hvern punkt.


Ég vona að þetta hafi hjálpað einhverjum lesendum að átta sig betur á öryggi bóluefna og tilganginum með þeim. Endilega spyrjið ef það vakna einhverjar frekari spurningar.

Við skulum enda þetta á einu góðu myndbandi frá Penn og Teller:
Heimildir og ýtarefni: 

Visir.is - Verðandi foreldrar efins um bólusetningar
Vísindavefur.is - Er kvikasilfur í bóluefnum?
Vísindavefur.is - Hvað mælir með því og móti að bólusetja börn?
Hvatinn.is - Hvað er bóluefni?
Landlæknir.is - Öryggi bóluefna-Thiomersal
Landlæknir.is - NMR bólusetning veldur ekki einhverfu
Landlæknir.is - Alvarlegar afleiðingar og dánartíðni sjúkdóma sem bólusett er gegn.
Landlæknir.is - Alvarlegar aukaverkanir
Vantru.is - Sex góðar ástæður til að láta bólusetja sig
CDC.gov - Ingredients of Vaccines
WHO.int - Immunization, Vaccines and Biologicals

0 comments:

Post a Comment