Tuesday, 26 April 2016

Waveex scam

Vísindamaðurinn fékk ábendingu um svindl sem kallast Waveex. Af heimasíðu söluaðila á Íslandi má sjá að það er verið að selja þessa límmiða á 5000 kr með þeim formerkjum að þeir eigi að draga úr einhverjum vondum rafsegulbylgjum. Allar fullyrðingar um virkni þessa límmiða er ekkert nema sölutrikk.


Á heimasíðunni kemur þetta fram um "tækið":


Þráðlaus tæki senda frá sér rafsegulbylgjur sem hafa áhrif á nærumhveri þeirra. Bylgjurnar eru óstöðugar en það er sá óstöðuleiki sem veldur líkama okkar skaðlegum áhrifum. Waveex stillir hins vegar bylgjurnar og gerir þær þolanlegar.

Waveex er límmiði með örflögu sem aðeins þarf að líma á viðeigandi tæki. Einfalt og áhrifaríkt!


Svo kallaðar sannanir fyrir virkni: 
Á heimasíðu söluaðila á Íslandi má sjá þessa fullyrðingu:

Rannsóknir sem sýna fram á áhrif Waveex flögunnar eru vottaðar af Bureau Veritas, leiðandi eftirlitsaðila á heimsvísu er viðkemur prófunum, eftirliti og vottun.

Vísindamaðurinn las þessa "votun" frá Bureau Veritas. Hérna fyrir neðan má sjá að hann Josef Resch frá Bureau Veritas var aðeins viðstaddur til að staðfersta að mælingin hefði verið framkvæmd. Hann fór ekki yfir niðurstöðurnar né staðfesti að loka útkoman væri rétt.


Þegar þessar mælingar eru betur skoðaðar og reiknað út úr niðurstöðum, þá fást eftirfarandi tölur sem eru gefnar upp í micro-Tesla:

Blank: 42,03 +/- 0,31 mT
Sími án Waveex: 42,21 +/- 0,43 mT
Sími með Waveex: 42,14 +/- 0,43 mT

Margir sem líta snökkt yfir þessar tölur og gildi munu halda að Waveex virki, að sími með Waveex gefi frá sér minna af rafsegulbylgjum eða 0,07 mT. En ef betur er að gáð þá er staðalfrávikið (+/- 0.43) svo stórt að í raun og veru er enginn marktækur munur. Einnig er vert að minnast á það að mælirinn er með +/- 0,01 í mælióvissu. Þannig að ef farið er yfir þeirra eigin niðurstöður og smá tölfræði beitt þá kemur í ljós að það er enginn marktækur munur á með eða án þessara límmiða.

En hvernig voru þessar mælingar gerðar? 
Þessar tilraunir virðast hafa verið framkvæmdar heima hjá einhverjum. Myndin (Fig2) hérna að neðan sýnir aðstæðurnar. Myndin er fengin úr skýrslu sem er að finna á heimasíðu framleiðanda. Þessi tilraun getur seint talist sem einhver vísindaleg rannsókn þar sem aðstæðurnar bjóða bara einfaldlega ekki uppá það og það var bara gerð ein mæling fyrir síma og ein mæling fyrir þráðlausan netbeininn.


Myndin hérna að neðan sýnir mæli aðstæðurnar þegar límmiðinn var prófaður á þráðlausum netbeini (sem sést ofan á rafmagnstöflu efst til hægri). En hvar límdu þeir límmiðann á netbeininn? Jú auðvitað á hleðslutæki en ekki hvað. Það vita allir að þannig stopparðu vondu rafsegulbylgjunar frá netbeinum (lesist með mikilli kaldhæðni).


Einnig getur verið gott að óháður aðili geri tilraunina sem á að sanna virkni vörunnar en ekki sölustjórinn (Wolfgang Vogl). Undirskriftin til vinstri er úr skýrslunni sem fjallar um tilraunina og myndin til hægri er af heimasíðu framleiðanda. Eins og sérst þá er rannsóknarmaðurinn og sölustjórinn einn og sami maðurinn.
Á heimasíðu framleiðanda má einnig sjá fleiri "sannanir" fyrir virkni Waveex límiðans. Þar sem ýmsu er haldið fram án þess hafa einhverja birta vísindalega rannsók til að bakka það upp. 
Því er haldið fram að Waveex geti einhvern vegin verndað blóðið í manni og þá er verið að gefa í skyn að rafsegulbylgjur breyti því. Svona myndir sanna ekkert þar sem rannsakendurnir eru að leita eftir vissri niðurstöðu og velja bara þær myndir sem passar við hana.


 Einnig er virknin "sönnuð" með ljótum ískristöllum án Waveex og með flottum með Waveex. Það er ekkert mál að velja bara einfaldlega kristalla sem henta að hverju sinni í svona tilraun.


Niðurstaða:  Wavexx er ekkert nema scam og svindl! Öllum er ráðlagt að kaupa ekki þessa vöru þar sem hún er gagnlaus og ef einhver hefur gert það þá er honum ráðlagt að heimta endurgreiðslu. 

Það er best að enda þetta á orðum Fedral trade commission um Cell phone Radiation Scams:

While health studies about any relationship between the emissions from cell phones and health problems are ongoing, recent reports from the World Health Organization will no doubt convince scam artists that there's a fast buck to be made. Scam artists follow the headlines to promote products that play off the news – and prey on concerned people.

Bætt við 27. apríl 2016:
Hérna hefur verið tekið saman gögn og rannsóknir með sannanir fyrir því að rafsegulbylgurnar frá rafmagnstækjum eru hættulausar: http://www.emfandhealth.com/

3 comments:

 1. Ertu búinn að leggja inn kvörtun hjá neytendastofu?

  ReplyDelete
  Replies
  1. Afsakaðu svakalega seint svar. En já ég senti inn ábendingu.

   Delete
 2. Flott! Frábært framtak!

  ReplyDelete