Sunday, 10 April 2016

Fjölvítamín: Þörf eða óþörfSeljendur fjövítamína oftar en ekki auglýsa með þeim formerkjum að þau séu nauðsynleg og komi í veg fyrir nánast allt milli himins og jarðar td. kvef, krabbamein og aðra sjúkdóma:

Fjöldi rannsókna benda til þess að inntaka C-vítamíns dragi úr hættu á sumum tegundum krabbameins, hjarta- og æðasjúkdómum, háþrýstingi,..

Þessi vítamín [andoxandi vítamín] eru talin sporna gegn öldrun vegna þess að þau vernda frumurnar gegn eyðileggjandi áhrifum sindurefna

Ótal rannsóknir hafa verið gerðar með E-vítamíni og hafa þær beinst að verndandi þætti E-vítamíns gegn ýmsum tegundum krabbameins,


Það eru miklir peningar í spilinu og er bætiefnamarkaðurinn gríðarlega stór td. árið 2010 eyddu Bandaríkjamenn um 28 milljarð dollara eða 3.400 milljörðum íslenska króna í bætiefni og hefur markaðurinn bara stækkað síðan þá.

En spurningin er hvort að það sé þörf á öllum þessum vítamínum sem markaðurinn vill að við tökum inn og standast þessar fullyrðingar um kosti fjölvítamína skoðun? Við skulum líta á það aðeins nánar.


Innantómar fullyrðingar. 
Það hafa verið gerðar gríðarlega stórar samanburðar rannsóknir til að meta hvort að inntaka á fjölvítamínum og steinefnum auki lífaldur, hafi áhrif á hjarta-og æðasjúkdóma og krabbamein og niðurstöðurnar sýna engan mun á móti lyfleysu (að taka ekki inn auka vítamín).

Langflestir hafa séð settningar á þessa leið um vítamín C:

Flestum eru kunnar niðurstöður rannsókna á jákvæðum áhrifum C-vítamíns á kvef, bæði fyrirbyggjandi og sem hjálp við að ná sér eftir sýkingu

En sannleikurinn er sá að rannsóknir á eftir rannsóknum sýnt fram á að vítamín C geri ekki neitt í að koma fyrir kvef og að það sé ekkert nema óskhyggja.


Er hægt að taka of mikið af vítamínum?
Það skal varast að taka inn meira af vítamínum og steinefnum en ráðlagður dagskammtur segir til um. Sem dæmi um vítamín sem hættulegt er að taka of mikið inn af er Vítamín A en ofneysla á því getur valdið beinhrörnun.

Það er mikið í tísku þessa dagana að taka inn efni sem eru  andoxunarefni (antioxidant) og eiga þau að vera allra meina bót og meira að segja hægja á öldrun. En andoxunar vítamín eru td. vítamín A, C og E og beta carotene. Það eru langflestir sammála um að innbyrða ávexti eða grænmeti sem innihalda andoxunarefni er holt og gott fyrir þig. En aftur á móti eru litlar sem engar heimildir fyrir því að inntaka á andoxunar vítamínum í töfluformi geri eitthvað. Aftur á móti þá hafa rannsóknir sýnt að of mikið að andoxunarefnum eykur jafnvel líkurnar á krabbameini í einhverju tilfellum.
Ein rannsókn sýndi framá að Vítamín E í miklu magni virðist í raun auka líkurnar á að fólk deyji fyrr en ella. Þannig að það er klárlega ekki málið að úða í sig andoxunarefnum í von um að fá sléttari húð.


Eru einhver vítamín eða steinefni sem virka?
Ekki eru öll vítamín og steinefni gagnlaus sem fæðubótarefni og ef læknir segir þér að taka inn vítamín eða steinefni þá áttu að hlusta á hann. Það er mælt með að taka inn folic sýru á meðgöngu þar sem það er talið koma í veg fyrir meðfæddar heila og mænuskemmdir í fóstrum. Vítamín B12 getur snúið við blóðleysiVítamín K sprautur fyrir nýfædd börn kemur í veg fyrir alvarlegar blæðingar þar sem vítamín K er mikilvægt fyrir storknum blóðs. Vítamín D er mælt með fyrir börn á brjósti til að koma í veg fyrir skort. Einnig er okkur á norðlægðum slóðum ráðlagt að taka inn auka vítamín D þar sem við sjáum einfaldlega ekki nóg til sólar. Vítamín D er reyndar eitt af fáum vítamínum sem er virkilega einhver virkni af að taka inn sem fæðubótaefni.


Niðurstaða. 
Það er engin að segja að við þurfum ekki vítamín enda eru þau lífsnauðsynleg. En staðreyndin er sú að við sem búum í hinu vestræna heimi fáum nánast öll okkar vítamín og steinefni úr fæðunni. Eina vítamínið sem við ættum að taka inn að staðaldri er vítamín D. Þær fullyrðingar að fjölvítamín minnki líkurnar á krabbameini standast ekki skoðum. Í besta falli þá eru fjölvítamín dýr lyfleysa en í versta falli geta þau verið skaðleg. En öllum þessum peningum sem er verið að eyða í fjölvítamín er bara kárlega betur varið í betri og hollari mat!

Hérna er svo gott skýringar myndband frá NutritionFact:


Viðbót: 
Hérna er langur og ýtarlegur samvinnuþáttur frá Frontline, The New York Times og Canadian Broadcasting Corporation um hættur vítamína og fæðubótaefna sem er mjög lítið eftirlit með:

0 comments:

Post a comment