Thursday 30 November 2017

Ádeila á grein í Bændablaðinu (aðsend grein)

Aðsend grein eftir Tryggva Unnsteinsson:

Við lestur á Bændablaðinu (gefið út fimmtudaginn 16. nóvember 2017) rak ég augun í greinina „Húsasótt og jarðtengingar“ og vakti hún athygli mína þar sem mér fannst þessi tiltekna grein ekki standast vísindalega gagnrýni á neinn hátt. Ég ákvað því að fara á stúfana og skoða hvort þær fullyrðingar sem koma fram í þessari grein hafi við einhver rök að styðjast.

Til að byrja með ákvað ég að skoða hver höfundur greinarinnar er, Valdemar Gísli Valdemarsson. Eftir stutta eftirgrennslan kom í að hann heldur úti vefsíðunni Lífómum þar sem er rekinn áróður um svokallaðar „raflækningar“ (einnig þekkt sem „lífsveiflutækni“ eða „tíðnilækningar“) sem eiga að geta læknað skv. vefsíðunni: Gigt, vefjagigt og liðagigt, depurð, óþoli hverskonar, mígreni, meltingaróreglu og síþreytu. Án þess að fara of djúpt yfir þetta þá er dagsljóst að um er að ræða falslækningar sem hafa ekki við nein vísindi að styðjast og er fyrirvarinn á síðunni eftirfarandi:
„Það skal tekið fram að almenn læknavísindi hafa hingað til ekki samþykkt né viðurkennt lífsveiflutæknina. Það er líka nauðsynlegt að benda á það að notkun lífsveiflutækni getur ekki komið í stað viðtals við læknir, græðara eða aðra þá sem vinna við og hafa viðurkennda menntun á sviði lækninga, hefðbundinna eða óhefðbundinna.“ 

Sem hljómar ekkert sérlega traustvekjandi svona til að byrja með.
En aftur að greininni sjálfri. Til að byrja með telur höfundur upp jákvæð áhrif jarðtenginga húsa á líf fólks og dýra. Þar sem ekki er vísað á heimildir get ég hvorki hneigt né beygt þessi rök og verðum við því að leifa þeim að njóta vafans í bili.

Byggingamáti 

Hér rekur höfundur það hvernig jarðtenging húsa hefur versnað á síðari árum sökum þess að málmhitaveitarörum hefur verið skipt út fyrir rör úr plasti sem leiði ekki rafmagn frá húsum.

Náttúrulegir rafkraftar 

Í þessum hluta sýnir höfundur okkur hversu illa lesinn hann er í eðlisfræði, tökum dæmi: Höfundur nefnir að „rafkraftur milli jónahvolfs og jarðar sé að styrk 100 V/m í 1 metra hæð yfir jörðu“, þó að stærðin sé rétt þá er nafnið á henni það ekki því þarna er um að ræða „rafsvið“ sem er ekki það sama og „rafkraftur“. Sama er uppi á teningnum á skýringarmynd sem með fylgir, þar segir orðrétt: „Rafsvið frá jónahvolfi veldur nálægt 100 V/m geislun við jörðu.“ sem er einfaldlega ómarktæk setning því þarna er hann í raun að segja að ákveðið rafsvið myndi jafn sterkt og samátta rafsvið. Það hljómar í það minnsta ekkert sérlega líklegt þegar maður setur þetta fram svona.

Annað sem hér er vert að benda á er stanslaus ruglingur höfundar á „neikvæðum jónum“ og „rafeindum“. Jónir eru frumefni eða sameindir sem hafa ekki-núll hleðslu, t.d. er Fe2+ jákvætt hlaðin járn jón og OH- er neikvætt hlaðin hýdroxíð jón. Rafeindir eru neikvætt hlaðnar frumeindir, og ásamt róteindum (sem eru jákvætt hlaðnar) og nifteindum (sem bera ekki neina hleðslu) mynda þær frumefnin og sameindir þeirra. Mismunur á fjölda róteinda og rafeinda ræður hver hleðsla jónar er, þ.e. ef jón hefur n margar róteindir og n-2 margar rafeindir þá hefur jónin hleðsluna 2+.

 Við þennan asnaskap kemur upp ákveðinn brandari sem leggst upp á enskuna:
„The universe is made up of protons, electrons, neutrons and last but not least: morons."

Áhrif á byggingar

Hér segir: „Hús sem ekki hefur góða jarðbindingu er mjög líklegt til að missa lausar rafeindir vegna togkrafta jónahvolfsins eða vindnúnings.“ Málið er þó að ef rafeind er laus á annað borð þá getur hún farið hvað sem hún vill, þess vegna köllum við hana „lausa“.

Næst kemur höfundur með þessa frábæru setningar sem hér eru orðréttar: „Undirritaður hefur skoðað þetta nokkuð víða og séð merki um +hleðslur í veggjum sem mælast með stöðurafsviðsmælir. Hleðslan getur mælst allt að 100V/m við vegg.“ Förum aðeins í gegnum þessar staðhæfingar:


  •  Aftur getur höfundur ekki gert greinarmun á stærðum eðlisfræðinnar og mælir hleðslu veggjar en gefur upp stærð á rafsviði, hleðsla er mæld í Coulomb (C) en ekki V/m. Ef við gefum okkur að hann hafi verið að mæla styrk rafsviðs frá veggnum er sú stærð ómarktæk nema að með fylgji nákvæmar útlistanir á rúmfræði mælingar svo sem stærð veggjar, fjarlægð frá honum og hleðsluþéttleika veggjarins.
  • Stærðin á rafsviðinu (sem hann kallar hleðslu) sem hann mælir við vegginn er 100 V/m. Glöggir lesendur gætu hins vegar spurt sig: „Bíddu, er það ekki sama stærð og á rafsviðinu frá jónahvolfinu við yfirborð jarðar?“ og svarið við því er: „Jú, mikið rétt, þetta er sama stærð.“ Þykir mér því líklegast að um sé að ræða mælingu á sömu stærðinni, þ.e.a.s. veggurinn hefur ekki yfirborðshleðslu sem nær að hafa áhrif á aðrar rafsviðsmælingar.


Jarðtengingar

Hér er bara meira bull frá höfundi um ágæti jarðtengingar húsa, árangur er þó líklega svipaður því og að vökva húsið reglulega þar sem höfundi er einsett að koma jarðtengjum sínum í rakan jarðveg.

Rannsóknir

Hér segir: „Sögur af því hvernig jarðskaut hafa bætt heilsu manna og dýra eru fjölmargar.“ – Af hverju er það þá að höfundur hefur ekki fyrir því að nefna svo sem eina af þessum sögum? Næsta setning greinarinnar skýrir það kannski: „ Oftast er engin skýring á hvað gerist enda vita menn almennt harla lítið um hegðun rafmagns og áhrif þess á heilsufar.“ – Þ.a. hér er í raun höfundur að segja að hann sé með kraftaverkalækningar gegn vondum dulúðlegum öflum sem enginn kann skýringu á. Með þessu áframhaldi fer ég að búast við mynd af höfundi með galdrasprota við hliðina á Harry Potter í lok greinar.

Hér vísar höfundur svo í tvær rannsóknir, eina þar sem hann tilgreinir hvorki hver rannsakandi sé né samanburðarhópur en nefnir þó að rannsóknin hafi farið fram í heila 14 daga. Tvær vikur eru augljóslega ekki nóg til þess að áætla um ágæti aðferðar á heilsu fólks. Hin rannsóknin sem hann vísar í er þó nokkuð áhugaverðari en um hana segir hann: „Í einni rannsókn sem gerð var af nemendum Háskóla Reykjavíkur og var hluti af lokaverkefni þeirra í rafmagnsiðnfræði sýndi sig að jarðskaut hafði verulega mikil áhrif á líftíma pera en líka mjög mikil áhrif til bóta á heilsufar íbúa.“ Höfundur nafngreindi höfunda rannsóknarinnar ekki og tiltók ekki titil rannsóknar þ.a. ég þurfti að leggjast í smá leit á google til að sjá hvort ég fyndi ekki eitthvað í þá átt sem höfundur heldur fram. Eftir smá leit fann ég bara Diplóma verkefnið "Mælingar á jarðtengingum og orkugæðum“ frá Tækni og Verkfræðideild Háskólans í Reykjavík eftir Vigfús Þór Árnason og Jóhannes Guðjónsson. Verkefnið má nálgast hér. Án þess að fara í smáatriðum gegnum alla greinina þeirra þá set ég hér inn örlítinn bút úr niðurstöðum rannsóknar þeirra:

"Markmið þessa verkefnis var að greina hvort bætt jarðbinding myndi skila sér í minni yfirtíðnum og rafmengun í viðkomandi kerfi. Þegar höfundar fóru af stað í þetta verkefni voru þeir báðir búnir að heyra mikið um það hvernig aukin og betri jarðbinding húsa myndu leiða til betra rafmagns eða minni óhreininda í rafmagninu. Þegar á hólminn var komið þá reyndust niðurstöður ekki eins afgerandi eins og höfundar höfðu búist við. Það að bæta við stafskautum hefur afskaplega litla þýðingu fyrir hús eins og við vorum að mæla í þessari skýrslu. Við höfðum gert okkur það í hugarlund að bætt jarðbinding myndi minnka yfirtíðnatruflanir í kerfinu en komumst að því að það hafði nákvæmlega engin áhrif.“ (Jóhannes Guðjónsson og Vigfús Þór Árnason, 2016). 

Enn fremur kemur hvergi fram í greininni áhrif þessa á heilsu fólks né nýtingu ljósapera. Þar með höfum við formlega staðfest að höfundur greinarinnar í bændablaðinu er að bera út ósannindi með skrifum sínum.

Að lokum vil ég benda á seinustu mynd greinarinnar en við hana heldur höfundur því fram að hann hafi mælt allt að 2A straum í blöndunartækjum en segir hann hættulausan með tilliti til spennu. Sannleikurinn er hins vegar sá að ef sú væri raunin þá myndum við reglulega heyra fréttir frá því að fólk væri að deyja í baði vegna raflosts. Straumur af þessari stærðargráðu myndi að öllum líkindum stórskaða manneskju. Ýmsar greinar á netinu gefa upp tölur á styrk straums sem væri hættulegur mannfólki og eru þær yfirleitt á bilinu 20-200mA, á vef Rafiðnaðarsambands Íslands segir t.d.: „Straumur af umfram 200 mA í 200 millisek. veldur alvarlegu innra tjóni.“

Höfundur „Húsasótt og jarðtengingar“ að mæla straum í blöndunartæki. 

Ég bendi þeim sem vilja kynna sér nánari útlistun á áhrifum rafsegulsviða á heilsu fólks að kynna sér vefsíðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO: What are electromagnetic fields?

Tryggvi Unnsteinsson er 3. árs nemi í Jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands og keppti fyrir hönd Íslands á ólympíuleikunum í eðlisfræði árið 2014.

Wednesday 19 April 2017

Biocrystal rugl

Vísindamaðurinn fékk ábendingu um eitthvað sem kallast Biocrystal. En hvað er Biocrystal og afhverju er það rugl?

Af heimasíðu Biocrystal má sjá þennan texta um vöruna:

Vörur frá BioCrystal innihalda 16 tegundir kristala og steinefna sem koma saman í sérstökum hlutföllum og magni til að bæta orku og almennt líkamsá5stand fólks. Góðmálmarnir, gull og silfur eru einnig í blöndunni til að endurhlaða orku kristalana.

Enn erum við engu nær hvað Biocrystal er. Eftir smá eftirgrennslu virðist sem að þessi Biocrystal blanda sé stráð á yfirdýnur eða sleeppads sem eiga svo að veita "hágæða svefn". Þessar kristal bættu yfirdýnur eru svo seldar á litlar 65 - 189 þúsund eftir stærð og gerð. Kannski vert að benda á, til samanburðar, að ódýrasta yfirdýnan hjá Rúmfata lagernum er á 2.195 kr.

Þessi yfirdýna kostar litlar 189 þúsund kr!  

En hvernig eiga þessi kristal og steinefna blanda að hjálpa við svefn? Jú þessi blanda er auðvitað "fyrsta snjalla kristals uppbyggingin í heiminum", en ekki hvað. En þarf ekki að tengja kristallanna við þráðlaust net til að virkja þá? (þetta er kaldhæðni, snallkristallar eru eitt mesta rugl sem sést hefur). 

Hérna eru nokkur atriði sem er að finna á heimasíðu og facebook síðu vörunnar og smá gagnrýni á þau: 

ActiPro heldur rúminu lausu við óæskilegar örverur.
Það er nú gott. En það væri gaman að fá að vita hvernig dýnan þekkir muninn á óæskilegum örverum og góðum. Aaaaaaa... Jú kristallanir eru auðvitða snjallir, það segir sig sjálft.

...virkni BioCrystal‘s og jákvæð áhrif þess á lífverur.
En hafa kristallanir þá ekki jákvæð áhrif á allar lífverur? td. E. coli/saurgeril. Kristallanir hafa samt varla áhrif á vondar lífverur eða hvað? Samkvæmt heimsíðunni eiga þeir að virka á menn, dýr og plöntur. Þá hljóta þeir að virka á bakteríur er það ekki? 

Heldur rúminu hreinu.
 Jú jú snjöllu kristallanir henda frá sér öllum óhreinindum og vondum bakteríum eða eitthvað.

Kemur jafnvægi á orku líkamans.
Þarna kom hún. Gull setningin sem allir sölumenn kjaftæðis koma með. Að koma á jafnvægi á orku/orkufæði/orkubrautir líkamans er klassíkt bull sem er alltaf notað í óhefðbundnum aðferðum.

Ýmsar prófanir á BioCrystal vörunum sem hafa verið framkvæmdar af Evróskum stofnunum.
Nú það væri nú gaman að lesa skýrslur af þessum prófunum og rannsóknum sem þessi stofnun framkvæmdi. En þessi stofnun er heitir Bion Institute og er "close to complementary (traditional or alternative) medicine". Þannig að þessi stofnun sem framkvæmdi þessar mælingar er nú varla marktæk. 

Þetta er dæmi um niðurstöður úr þessari "rannsókn" sem gerð var. Stóra spurningin er reyndar hvernig "Precentage of improvment" sé mælt.
Lokaorð.
Það var pínu erfitt að gagnrýna þetta af viti þar sem þessi vara er svo mikið kjaftæði og rugl. Einnig eru afar litlar upplýsingar um um vöruna sem er mjög algegnt í þessum svik og prett bransa. Þessar yfirdýnur, þó að þær séu mögulega með einhverjar kristala eða steinefna agnir í sér, eru ekkert nema fáranlega dýrar yfirdýnur. Reyndar segir hvergi hversu mikið er af þessari blöndu í dýnunum, mögulega er þetta í hómópatísku magni (sem sé ekkert). Kristallar hafa ekki áhrif á okkur og eru í mesta lagi fallegt skraut og ekki til þess fallnir að sofa á þeim. 

Kannski er best að enda þetta á hvernig þessi kristal blanda á að virka á lífverur? Á erlendri heimasíðu vörunnar er hægt að finna þennan texta hér að neðan sem er alveg týpískt samansafn af flottum orðum sem þíða í raun ekkert og eru í raun ekkert nema nautgripa saur (bullshitt): 

"Like all things around us, every cell of the human body has its own natural vibration. Vibrations are a natural feature which causes cells to perform one of its basic life functions - the metabolic function. With the proper metabolic functions, cells maintain their vital functions and enable smooth functioning of the organs. Any change or delay in the vibration leads to a disturbances in metabolism, and interferes with the normal functioning of cells, and thus the functioning of the organs.
Changing the rhythm of vibration can slow down or even prevent the normal functioning of cells, so it can disrupt the smooth flow of energy which can weaken the organism’s general condition, and thus creating the potential center for disease formation. Crystals provide faster and better metabolism with their ability to detect, monitor and influence the vibrations inside the cells of a body, regulating their proper frequency, thus removing, in a completely natural way all harmful substances from each cell, and the whole organism. This way the "purred" body allows faster energy flow, restoring and enhancing overall energy levels at the same time, achieving a higher fettle level." 

Heimildir: 
http://www.biocrystal.is/
http://www.biocrystal.eu/
https://www.facebook.com/Biocrystal.is/
https://www.on-course.eu/providers/bion-institute/