Thursday, 26 May 2016

Útþynnt Hómópatía

Hérna verður að fjallað um hvað hómópatía og hómópatíulyf eru og svarað spurningunni: Afhverju virka hómópatíulyf ekki?

Hvaðan kemur hómópatía og útá hvað gengur hún?


Hómópatía (homeopathy) eða smáskammtalækningar var fundin upp á 19. öld af Samuel Christian Friefrich Hahnemann (1755-1843).

Hómópatía byggist á tveim megin lögmálum:
  • Líkingalögmálinu (law of similars) eða líkur læknar líkan. Sem þíðir að ef eitthvað efni veldur einkennum í heilbrigðum einstaklingi þá á það efni að getað læknað sjúkdóm með sömu einkenni. 
  • Örsmæðarlögmálinu (the law of Infinitesimals) sem fjallar um að hafa lyfin útþynnt til að draga úr neikvæðum áhrifum lyfjanna og fá bara fram góðu áhrifin. 
Hérna er svo hægt að lesa frekar um sögu hómópatíu: Smáskammtalækningar (hómópatía).

Hvernig eru hómópatalyf búin til?

Framleiðsla á hómópatalyfjum gengur útá að þynna svo kallaða móður tiktúru. Móðir tiktúra er stokklausn og er oft plöntu útdráttarlausn en getur verið allt frá kopar til arsenic lausn. Eftir þynninguna, í annað hvort vatn eða vínanda, er hrist á ákveðinn hátt sem á að auka virkni lyfsins (succussion) og virkni aukningin er kölluð efling (dynamization). Þessi þynninga og hristings aðferð er svo endurtekin aftur og aftur þangað til að loka þynningunni er náð en þetta geta verið allt frá tugi til hundruði þynningarstiga. Hahnemann hélt því fram að hristingurinn leysti úr læðingi andlega krafta úr virku efnunum. Þetta lýsand textabrot er úr bókinni Homeopathy in prespective og sýnir ágætlega hugmyndafræði Hahnemann: 

Dynamization was for Hahnemann a process of releasing an energy that he regarded as essentially immaterial and spiritual. As time went on he became more and more impressed with the power of the technique he had discovered and he issued dire warnings about the perils of dynamizing medicines too much. This might have serious or even fatal consequences, and he advised homeopaths not to carry medicines about in their waistcoat pockets lest they inadvertently make them too powerful. Eventually he even claimed that there was no need for patients to swallow the medicines at all; it was enough if they merely smelt them.

Samkvæmt kenningum hómópatíunnar á því hristingurinn eða eflingin að valda því að lausnin verði í raun sterkari eða kröftugri þrátt fyrir þynninguna. Eða því meiri þynning og meiri hristingur því sterkari verða hómópalyfið (sem er afar undarlegt). Áhrif uppruna efnisins úr móður tiktúrunni á því að haldast þrátt fyrir fjölmargar þynningar.

Þynningarnar eru fjölmargar fram að loka hómópatíulyfinu. Til að tákna fjölda þynninga eða styrkleika hómópatíulyfjanna (því meira þynnt því sterkari lausn) notast hómópatar við 1X og 1C sem tákna 1/10 og 1/100 þynningu. Algeng þynning á hómópatalyfi er 30C. 30C er þá 1 á móti 1060 eða 1 á móti 1.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000 þynning. Til að setja þetta í samhengi þá er 30C þynning eins að setja einn dropa af lyfi í ílát sem væri 30 milljarð sinnum stærra heldur en jörðin. Sem sé það eru engar líkur á að finna virka efnið í loka þynningunni á hómópatíulyfinu. Það merkilega er að það eru jafnvel til 400C lausnir sem eru 1 á móti 10−400 þynntar. Sem er á stærðargráðu og líkurnar á að finna eitt ákveðið atóm í öllu sólkerfinu.

Richard Dawkins fer yfir hve ótrúlega mikið hómópatíulyf eru þynnt í myndbandinu hérna að neðan:

En hvernig getur lausnin orðið sterkari sem lyf eftir því sem hún er meira þynnt? Jú hómópatar trúa því líka að vatn hafi minni. Sem sé vatnið muni eftir efninu sem var í móður tiktúrinni í gegnum allar þynningarnar. En afhverju vatnið man ekki eftir öllu því það hefur komist í snertingu við fram að hómópatalyfi?

Hómópatíu lyf eru annað hvort í vökvaformi eða í töfluformi. Ef þau eru í vökvaformi eru þau annað hvort í vatni eða vínanda (ethanól) og í töfluformi þá eru þetta sykurtöflur sem hafa verið úðaðar með útþynntri hómópatískri lausn (myndband að neðan sýnir hvernig hómópatíulyf eru framleidd).

Myndband frá hómópatíu framleiðandanum Similasan:


Seinasta þynningin er oft gerð í alkóhóli en hómópatar segja að það sé gert til að geyma kraftinn lengur í lausinni. En liklega er það til að fá einhver áhrif af því að taka inn lausnina og þá áhrifin vegna áfengisins.

Bara nokkur dæmi um hvað hómópatía er sögð hafa áhrif á og meira hérna:
  • Heilsuvandamál barna s.s. magakrampar, svefnvandamál, tanntaka, endurteknar sýkingar, eyrnabólgur, astmi, exem, vörtur, undirmiga, hegðunarvandamál. 
  • Heilsuvandamál kvenna s.s. fyrirtíðaspenna, tíðavandamál, breytingaskeið, útferð, meðgöngukvillar, ófrjósemi, fæðingarþunglyndi. 
  • Slys og afleiðingar þeirra s.s. sárum, blæðingum, beinbrotum, mari, tognun höfuðhöggi, brunasárum. 
  • Algeng heilsuvandamál s.s. influensu, ofnæmi, mígreni, meltingarvandamál, gigt, síþreytu. 
  • Andleg og tilfinningaleg vandamál s.s. þunglyndi, taugaspennu, kvíða, ótta, sorg, reiði, áföll. 
  • Auk stuðningsmeðferðar eftir skurðaðgerðir, hjartaáföll, lyfja- og geislameðferð krabbameinssjúklinga.


En hvað segja vísindin um virkni hómópatalyfja?

Árið 2002 var gerð yfirlitsgrein um yfirlitsgreinar (systematic review of systematic reviews) sem fjalla um hómópatíu og niðurstaðan var: 

In particular, there was no condition which responds convincingly better to homeopathic treatment than to placebo or other control interventions. Similarly, there was no homeopathic remedy that was demonstrated to yield clinical effects that are convincingly different from placebo. It is concluded that the best clinical evidence for homeopathy available to date does not warrant positive recommendations for its use in clinical practice.

Eða með öðrum orðum þá virkar hómópatía ekki betur en lyfleysa (placebo) eða ekkert betur en vatn eða sykurpilla.

Á árunum 2009-2010 lét neðri deild breska þingsins (House of Commons) gera úttekt á því hvort að breska almanna-sjúkratryggingarkerfið eða National Health Service (NHS) ætti að halda áfram að greiða fyrir þjónustu hómópata. Var niðurstaðan eftirfarandi:
We conclude that placebos should not be routinely prescribed on the NHS. The funding of homeopathic hospitals—hospitals that specialise in the administration of placebos—should not continue, and NHS doctors should not refer patients to homeopaths.

Niðurstaðan var í stuttmáli að NHS ætti að hætta að styrkja hómópatískar meðferðir þar sem þær væru ekkert annað en lyfleysa. Hægt er að lesa skýrsluna í heild sinni og einnig er hægt að lesa frekar um hana í grein á Upplýst síðunni.

Ástralska heilbrigðisráðaneytið gerði risa úttekt á hómópatíu árið 2015. Í þessari úttekt var farið yfir 1800 rannsóknir sem búið er að gera um hómepatíu en aðeins 225 af þeim voru nógu vel gerðar til að vera notaðar. Niðurstöðurnar voru þær í stuttu máli að hómópatía gagnast ekki gegn neinum sjúkdómum eða örðum heilsu tegndum kvillum.

Þetta hafði NHMRC (National Health and Medical Research Council) að segja um hómópatíu eftir þessa úttekt:

Based on the assessment of the evidence of effectiveness of homeopathy, NHMRC concludes that there are no health conditions for which there is reliable evidence that homeopathy is effective.

Homeopathy should not be used to treat health conditions that are chronic, serious, or could become serious. People who choose homeopathy may put their health at risk if they reject or delay treatments for which there is good evidence for safety and effectiveness.


En eru hómópatalyf hættulaus? 

Nei hómópatía er als ekki hættulaus... Að eitthvað sé til sem heitir hómópatísk bóluefni er nánast sturlað og stórhættulegt!

Lokaorða og niðurstaða:

Afhverju virka hómópatalyf ekki?
Hómópatísk lyf virka ekki því að það er ekkert virkt efni í hómópatalyfjum og allar rannsóknir á hómópatalyfjum hafa sýnt framá að þau virka ekkert betur en lyfleysa. Hómópatísk lyf hafa alltaf verið og eru ekkert annað en sykur, vatn eða ethanól. Hómópatía og hómópatísklyf eru byggð á kjaftæði og eru því kjaftæði. 

Þó að hómópatísklyf séu raun skaðlaus, þar sem þau eru bara vatn eða sykurtöflur, þá eru það í raun og veru hómópatarnir sjálfir sem geta verið hættulegastir. Þeir útdeila ganglausum vökvum og pillum með ýmsum formerkjum, bæði í lækninga og forvarnar skyni og sjúklingar ýmist fara of seint til alvöru læknis eða jafnvel í verstu tilfellum hætta lyfjameðferðum.

Spuningin ætti ekki að vera hvort að hómópatía virki heldur afhverju hún er ennþá til? Og stóra spurningin ætti kannski enn frekar að vera af hverju sum apótek á Íslandi eru selja hómópatalyf?

Heimildir og ýtarefni:

Homeopathy
Smáskammtalækningar (hómópatía) - Vantrú
The homeopathic treatment of bipolar is unethical and dangerous.
Homeopathy 'quackery´should be cut from NHS, campaigners urge after study finds it ineffective.
Homeopathy: How 200-year-old junk science created junk medicine and lasted until this day.
Homeopathy is bunk, study says.
Homeopathy not effective for treating any condition, Australian report finds.
1800 studies later, scientists conclude Homeopathy doesn´t work.
Homeopathic reatments: Do they help or harm?
A kind of magic?
Skýrsla breskra yfirvalda um hómópatíu - Upplýst
Homeowatch
Money for nothing: Why homeopathy is still pseudoscientific nonsense that does not work.
Homeopathic Vaccines.
Homeopathy review frá Áströlsku heilbrigðisráðaneitinu.

Organon fagfélag hómópata
Hómópatía – vitræn vísindi